Greindarpróf

Greindarpróf mæla fyrst og fremst námsgetu einstaklinga. Í sumum tilvikum getur verið gagnlegt að meta greind. Sérstaklega þar sem árangur í námi eða starfi er verri en eðlilegt þykir. Það á ekki síst við þar sem það hefur áhrif á sjalfsmyndina.

Hjá Greiningu og meðferð eru lögð fyrir einföld og floknari greindarpróf fyrir fullorðna.

Einföldu prófin eru Ravens próf sem eru myndræn. Þau eru til í þremur útgáfum. SPM er venjulega útgáfan. CPM er fyrir börn, mjög aldraða og skerta einstaklinga. APM er fyrir einstaklinga með afburðagreind. Ravens prófin er mjög fljótleg í fyrirlögn og úrvinnslu.

Íslensk útgáfa WASI er stytt útgafa af Wechsler greindarprófi. Það hefur það fram yfir Ravensprófin að það mælir verklegar og munnlegar greindartölur og notuð er stöðluð Íslensk útgáfa. WASI tekur meiri tíma í fyrirlögn og úrvinnslu heldur en Ravensprófin. Á móti kemur að það er áreiðanlegra og mælir fleira en Ravensprófin gera.

Loks er notað WAIS IV sem er nýjasta útgáfa Wechsler greindarprófsins fyrir fullorðna. Það er mest notaða greindarpróf veraldar. Í því eru mörg undirpróf og það er tímafrekt í fyrirlögn og úrvinnslu. WAIS IV er ekki staðlað hér á landi heldur með ensk viðmið frá 2008. Endanlegur texti lesskilnings WAIS IV hefur ekki enn verið þýddur á íslensku.

Greining og meðferð er umboðsaðili fyrir Pearson UK.